Sníkjudýrafræðideild
Þjónusturannsóknir sníkjudýrafræðideildar eru einkum í samstarfi við Matvælastofnun og dýralækna. Nákvæmar greinargerðir um þjónusturannsóknir í sníkjudýrafræði má finna í kaflanum "Þjónusturannsóknir vegna sníkjudýra og meindýra" í ársskýrslum Keldna.
Dýr innanlands:
- Leitað er sníkjudýra í og á húsdýrum, gæludýrum og villtum dýrum á Íslandi.
- Rannsökuð eru heil dýr en einnig til dæmis saursýni, húðsýni, líffærasýni sem og einstök sníkjudýr.
- Dýr sem finnast eru greind til tegundar sé því við komið.
- Veitt er ráðgjöf um varnir gegn sníkjudýrum og lífshættir þeirra skýrðir.
- Bændur og aðrir dýraeigendur skulu leitast við að fá dýralækna til að taka og senda sníkjudýrasýni að Keldum. Fylla þarf út sérstaka rannsóknarbeiðni og láta hana fylgja undirritaða með hverju sýni.
- Sé eitthvað óljóst með sýnatöku er fólki ráðlagt að fá leiðbeiningar þar að lútandi símleiðis hjá starfsmönnum í sníkjudýradeild þannig að marktækni rannsóknanna verði sem mest.
Dýr erlendis frá:
- Leitað er að sníkjudýrum í og á hundum, köttum og öðrum dýrum (meðal annars skrautfuglum) sem flutt eru til landsins og gert að sæta hér einangrunarvist að kröfu heilbrigðisyfirvalda.
Tríkínuskimun:
- Keldur er tilvísunarrannsóknastofa vegna skimunar fyrir tríkínum (Trichinella spp.). Þær skimanir eru framkvæmdar á sníkjudýrafræðideild.
Grunnrannsóknir:
- Á sníkjudýrafræðideild er líka unnið að grunnrannsóknum. Viðfangsefnin eru margvísleg og það má lesa um þær í kaflanum "Rannsóknir á sníkjudýrum, örverum og meinafræði í ýmsum dýrategundum" í ársskýrslu Keldna. Hér má nálgast ársskýrslur.
Kynningarmyndbönd um starfsemi sníkjudýrafræðideildar: