Nýlega kom út vísindagrein (https://doi.org/10.11158/saa.27.4.3) um áður óþekktan fjaðurstafamítil á Íslandi. Um er að ræða þriðju tegund fjaðurstafmítla sem fundist hefur á Íslandi og sníkir hann á skrofu. Skrofa er farfugl sem heldur sig mest við suðurströnd Íslands og verpur í Vestmannaeyjum. Mítillinn fannst innan í fjöðrum í þurkuðum hami af fugli sem varðveittur er á Náttúrufræðistofnun Íslands. Nafn mítilsins, - Stibarokris nielseni, - er kennt við fuglafræðinginn Ólaf Karl Nielsen sem greiddi götu höfunda greinarinnar á Náttúrufræðistofnun Íslands.
Hér að neðan má sjá mynd af fjaðurstafamítlinum sem Maciej Skoracki tók og sýnir hún karlmítil ofan- og neðanfrá.