Skipun nýrrar stjórnar Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum 2023-2026
Á fundi háskólaráðs 3. nóvember sl. var samþykkt skipan stjórnar Tilraunastöðvar Háskóla Íslands að Keldum, til næstu fjögurra ára. Stjórnin er skipuð fimm fulltrúum: Læknadeild Háskóla Íslands tilnefnir einn, Raunvísindadeild/Líf- og umhverfisvísindadeild einn og sá ráðherra er fer með málefni er varða heilbrigði dýra og varnir gegn dýrasjúkdómum tvo; og skal annar þeirra vera úr hópi starfsmanna. Fundur starfsmanna stofnunarinnar tilnefnir einn fulltrúa.
Stjórnin verður þannig skipuð frá 1. janúar 2023 til 31. desember 2026:
Zophonías Oddur Jónsson, prófessor, tilnefndur af Raunvísindadeild/Líf- og umhverfisvísindadeild, formaður
Pétur Henry Petersen, prófessor, tilnefndur af Læknadeild
Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir, tilnefnd af matvælaráðherra
Charlotta Oddsdóttir, dýralæknir, tilnefnd af matvælaráðherra
Sigríður Jónsdóttir, ónæmisfræðingur Ph.D., tilnefnd af starfsfólki tilraunastöðvarinnar