Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum sendi í byrjun þessa mánaðar umsögn um stefnu matvælaráðuneytis í lagareldi til ársins 2040 í samráðsgátt stjórnvalda. Í drögum að stefnunni er lítið fjallað um mikilvægi rannsóknainnviða fyrir greiningar á fisksjúkdómum, varnir gegn þeim og viðbragðsáætlanir ef upp koma alvarleg sjúkdómstilfelli. Í umsögn sinni brýnir stofnunin ráðuneytið m.a. til þess að huga vandlega að þessum þætti í stefnumörkun sinni enda eru öflugir rannsóknainnviðir á sviði fisksjúkdóma og heilbrigðis fiska í fiskeldi forsenda þess að öflugt og heilbrigt lagareldi geti þrifist á Íslandi til framtíðar. Umsögnina í heild sinni má lesa hér.
Image